Að ná heilsu

Já, held að heilsan sé að koma...endanleg upprisa á morgun eða hinn. Hef verið svona í slappara lagi síðustu daga. Mér hefur liðið eins og gólfi í öldruðum leigubíl. En eftir góðan kuldahroll í dag með viðkomu í skjaldamerki kapítalistans held ég að heilsan sé að koma. Þakka föruneyti hrollsins í dag...

Núna er stutt í páska...ég er búinn að versla 3 páskaegg handa gríslingunum. Það verður nú að segjast eins og er að páskaeggjagerð á Íslandi er nokkrum gæðastigum fyrir ofan því hérna í henni Danmörkinni...Íslendingarnir hafa þó vit á að nýta rýmið, en það hefur farið framhjá súkkulaði verkendum hérna úti...reyndar er Kindereggið undantekning og þaðan eru eggin í ár. Páskaeggjaútgáfa Kinderegg varð sem sagt fyrir valinu.

Jæja, best að ná í þvottinn...tók upp á því að þvo aftur...held reyndar að það hafi nú bara verið nokkuð sterkur leikur nú á þessum síðustu og verstu.

kveðja,

Arnar Thor innan við 4 ár í fertugt...úffffff

Ummæli

Heiðagella sagði…
eru men í einhverri tilvistarkreppu með öll árin sem eiga eftir að leggjast á ....
blessaður, þú berð aldurinn vel :o) og getur þá alltaf borið fyrir þig " maður með reynslu" frasanum, svona ef einhver fer að kommenta á fjöldann.....
færð nú samt eitt knús í kreppunni.....
Heiðagella
Nafnlaus sagði…
Hæ hæ félagi...Til lukku með Ítalíu og allt bara..... Haltu áfram að vera frábær ;) Kv af klakanum Fjallaskvísan
Sif sagði…
Til hamingju með daginn um daginn!!! veiiiii.
Gott að heilsan er að koma til baka.
stuðkveðjur,
sif
Nafnlaus sagði…
Hey, hvernig gekk ferðin? Ertu kannski bara fyrir utan Vatikanið?
Kv úr slyddunni í Kefló.
g

Vinsælar færslur